Ef við viljum lýðræði verðum við að taka þátt!

21% kjörsókn kl 17 í dag.

Hvað á það að þýða að sitja heima við eldhúsborðið, rífast, kvarta og kveina yfir stöðu mála og fjórflokkurinn ráði öllu og engu verði breytt ef maður drullast ekki á lappir og gerir eitthvað í málunum þegar loksins gefst tækifæri til?

Ég geri mér grein fyrir að það er óvíst hver útkoman af þessu stjórnlagaþingi verður. Það er ekki víst að alþingi geri nokkuð við þær breytingar sem meðlimir stjórnalagaþingsins vilja sjá og því ekki víst að þetta skili nokkrum árangri. En ef við reynum ekki þá erum við sjálf búin að fella allar breytingar sem þetta gæti haft í för með sér. Ef sárafáir nenna að sinna sínum lýðræðislegum skyldum og kjósa hlýtur Alþingi að þurfa að taka því sem svo að þjóðin vilji ekki hafa neitt um málin að segja. Ef þeir rétta okkur litla putta og við hundsum við honum er ekki víst að við fáum hann nokkurntíman aftur og þá er farin öll von um að geta nokkurntíman gripið alla höndina!

Það er ekki nóg að mæta niður á Austurvöll, grýta eggjum í Alþingishúsið, kveikja í hlutum og berja tunnur og ljósastaura! Það þarf líka að taka ábyrgð og taka þátt í því litla lýðræði sem við þó höfum, annars missum við það úr höndunum líka.

Mér finnst ekki til of mikils ætlast af okkur að kynna okkur þá sem í framboði eru, mæta á kjörstað og skrifa niður nokkur númer. 

Eða eruð þið bara sátt við að láta fjórflokkinn ráða öllu um okkar líf og vinna bara áfram að eigin hagsmunum en hundsa vilja fólksins? Ef svo er þá endilega ekki kjósa - þá sýnið þið fjórflokknum að þið viljið vera undir hælnum á honum og hafið engan vilja til alvöru lýðræðis!


mbl.is 21% höfðu kosið kl. 17
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki sammála að kalla það lýðræði að kjósa ráðgefandi nefnd.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 18:57

2 Smámynd: Anna Arnardóttir

Það hlýtur að kallast lýðræði þegar lýðurinn ræður hver fer í nefndina.

Burt séð frá því hver útkoman verður frá þessari nefnd og hvernig Alþingi tekur á þessu þá er þetta allavega eitt af því fáu sem við fáum að gera. Ef við tökum ekki við því þá fáum við ekki neitt.

Þetta er alveg eins og með lottóið þú vinnur ekki ef þú tekur ekki þátt.

Þeir sem ekki taka þátt í þessum kosningum eins og þessum, sem hugsanlega gætu leitt af sér stórar breytingar, hafa fyrirgert rétti sínum til að kvarta yfir lanspólitíkinni framar.

Anna Arnardóttir, 27.11.2010 kl. 19:04

3 identicon

Anna! Ég er hjartanlega sammála þér, þeir sem taka ekki þátt í þessarri merkilegustu tilraun frá 1944 til þess að efla lýðræði á Íslandi, eru þar með búnir að afsala sér öllum rétti til að kvarta yfir nokkrum sköpuðum hlut sem pólitíkusar rétta að okkur í framtíðinni.

Dagný (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 19:10

4 identicon

Ja hérna.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 19:36

5 identicon

Lýðræði er ekki að ganga til kosninga ... heldur er lýðræði að "Ég", einstaklingurinn, getur gengið á hendur ríkinu og krafist gjalda.  Að "ríkið" sé ábyrgt gagnvart "mér", einstaklingnum.  Og þegar ég segi "ég", á ég við alla einstaklinga sem standa einir síns liðs, og eiga enga sterka að baki ...

Og þetta, vinan mín, er ekki einfalt ... því að maðurinn, og þá á ég við alla menn í heild.  Eru ekki lýðræðissinnar, nema þá stundina sem á að kjósa.  Eftir það, er það Palli og klíkan hans sem ræður, en við köllum slíkt "Republic", og eru ríki eins og "Kína", "Þýskaland nasismans", "Rússland", "Frakkland", "Bandaríki N-Ameríku" ... og ja, bara flest ríki ... þar á meðal.

Og hvort heldur þú að sé líklegra ... að "stjórnlagaþing" vinni sitt verk að "vernda ríkið gegn einstaklingnum og einstaklingshyggju", eða "tryggja að ríkið sé ábyrgt gagnvart einstaklingnum"?

Bankahrunið er ekkert Ævintýri H.C Andersens, og heldur ekkert sem hægt er að klína á einn eða tvo "útrásarvíkinga".  Öll þjóðin var meðvituð um málið, og naut á meðal ölið stóð á könnunni.  Og nú, er verið að tryggja "Ríkið" fyrir þér, og mér ... ekki öfugt.  Næst, verður "vopnaðir verðir", ekki bara "ruglukallar sem öskra gas".

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 23:07

6 Smámynd: predikari

Hver vill lýræði?

Lýðræði er meirihlutinn að þjösna sínum skoðunum upp á minnihlutann. Ég persónulega hef engan áhuga á því, fellur í sama flokk og öll önnur valdníðsla.

predikari, 27.11.2010 kl. 23:14

7 identicon

Til dæmis má alveg bóka að "bankahrunið" sé kennt "einstaklingum" og einstaklingshyggju.  Ég efast um að nokkur maður gangi um að segi að þetta sé afleiðingar þess að "bandaríki norður ameríku" hafi kerfisbundið unnið að því að af-iðnvæða evrópu.  Eða að þjóðir hins vestræna heims séu neyzlusamfélög og ekki framleiðendur.  Ég efast um, að menn tali um að þetta sé vegna þess að bandaríki norður ameríku hafi eytt 3 triljörðum bandaríkjadala í stríð, sem ekkert gaf af sér annað en eyðingu mannvirkja, á sama tíma og bandaríkin skáru niður iðnað og verzlunarfélög undir því yfirskyni að verið væri að berjast við hinn illræmda Bin Ladin ... draug, sem engin veit hvar er.  Sé afleiðingar þess að evrópa, veitti lán til Bandaríkjanna til að heyja stríðið og bandarískra iðnaðar í því skyni að það yrði olía og gas, og stórar framkvæmdir við eindurreisn sem kæmu tilbaka.  Og að orsök hrunsins, er að Íslendingar gengu um fullir og trúðu söguburði, og létu vel að á meðan þeir gátu einnig notið þess að vera einir "bandamanna".

Hrunið varð, þegar Georg Bush sagði opinberlega "við borgum ekkert".  En slík pólitík hafði verið keyrð í bandaríkjunum í um tvö ár, vegna andstöðu evrópu og þeirrar staðreyndar að Bandaríkin líta á Evrópu sem orsakavald allra stórra styrjalda, og pólitík þeirra er að skera niður þessa orsakavalda allra stærstu "styrjalda" heims.

Og hvað heldur þú að stjórnlagaþing á bananalýðveldinu Íslandi, geti breytt heimsmálunum? Ætli fyrsta skrefið sé ekki að bera skyn á heimsmálin fyrst.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Arnardóttir
Anna Arnardóttir
Ég er nú ekki pólitísk en...

Bloggvinir

Eldri færslur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband