Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
27.11.2010 | 18:32
Ef við viljum lýðræði verðum við að taka þátt!
21% kjörsókn kl 17 í dag.
Hvað á það að þýða að sitja heima við eldhúsborðið, rífast, kvarta og kveina yfir stöðu mála og fjórflokkurinn ráði öllu og engu verði breytt ef maður drullast ekki á lappir og gerir eitthvað í málunum þegar loksins gefst tækifæri til?
Ég geri mér grein fyrir að það er óvíst hver útkoman af þessu stjórnlagaþingi verður. Það er ekki víst að alþingi geri nokkuð við þær breytingar sem meðlimir stjórnalagaþingsins vilja sjá og því ekki víst að þetta skili nokkrum árangri. En ef við reynum ekki þá erum við sjálf búin að fella allar breytingar sem þetta gæti haft í för með sér. Ef sárafáir nenna að sinna sínum lýðræðislegum skyldum og kjósa hlýtur Alþingi að þurfa að taka því sem svo að þjóðin vilji ekki hafa neitt um málin að segja. Ef þeir rétta okkur litla putta og við hundsum við honum er ekki víst að við fáum hann nokkurntíman aftur og þá er farin öll von um að geta nokkurntíman gripið alla höndina!
Það er ekki nóg að mæta niður á Austurvöll, grýta eggjum í Alþingishúsið, kveikja í hlutum og berja tunnur og ljósastaura! Það þarf líka að taka ábyrgð og taka þátt í því litla lýðræði sem við þó höfum, annars missum við það úr höndunum líka.
Mér finnst ekki til of mikils ætlast af okkur að kynna okkur þá sem í framboði eru, mæta á kjörstað og skrifa niður nokkur númer.
Eða eruð þið bara sátt við að láta fjórflokkinn ráða öllu um okkar líf og vinna bara áfram að eigin hagsmunum en hundsa vilja fólksins? Ef svo er þá endilega ekki kjósa - þá sýnið þið fjórflokknum að þið viljið vera undir hælnum á honum og hafið engan vilja til alvöru lýðræðis!
21% höfðu kosið kl. 17 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggvinir
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar