Skerðing mannréttinda en ekki verndun þeirra.

Mannréttindaráð Reykjarvíkurborgar vill fjarlægja allt sem tengist kristinni trú úr leik- og grunnskólum höfuðborgarinnar. Inn í þessu er falið heimsóknir presta í skólann þegar áfall hefur dunið yfir (sem er og hefur verið hluti af áfallaáætlun margra skóla og gefist vel), kirkjuheimsóknir, jólaföndur með myndum af Jesúbarninu og Betlehemstjörnunni, gjafir Gideonfélagsins ofl.

Hvernig getur þetta verið annað en skerðing á mannréttindum? 

Ég fæ ekki séð að mannréttindi barns séu skert ef því er gefin bók. Mannréttindi þess eru frekar skert ef bannað er að gefa því bók. Ég er kristin og vil gjarnan að barnið mitt (sem nú er einmitt í fimmta bekk)  fái gefins Nýja Testamentið. Ef í skólann kæmi Múslimi sem vildi gefa börnunum Kóraninn sæi ég ekkert að því. Ég myndi glöð nota tækifærið til að skoða Kóraninn með dóttur minni til að við gætum fræðst um önnur trúarbrögð og aðra menningarheima, skoðað hvað er sameiginlegt með Islam og Kristni og hvað er ólíkt.

Ef allt sem tengist Kristinni trú er tekið úr grunnskólum er verið að skerða rétt barnanna til að læra um sinn menningarheim. Það er ótal margt í okkar menningu sem byggir á Kristnum gildum og lífsviðhorfum. Við getum ekki skoðað evrópska mannkynssögu og listasögu og skilið hana til fulls nema hafa grundvallarþekkingu á kristinni trú. Það er enginn að tala um að það eigi að vera boðun í skólunum heldur fræðsla. Við getum aldrei skilið aðra menningarheima ef við erum ekki læs á okkar eigin.  

Ef börnunum er bannað að taka þátt í aldagömlum íslenskum Kristnum hefðum er verið að skerða mannréttindi þeirra.


mbl.is Tillögur valda óánægju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott! og sammála!! Hlakka til að fylgjast með blogginu þínu.

Ásta Sóllilja (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 10:44

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Það er enginn að tala um að það eigi að vera boðun í skólunum heldur fræðsla.

Undarlegt. Gídeonfélagið skilgreinir til dæmis starfsemi sína sem trúboð. 

Svo er grunnpunkturinn sá að opinberir skólar séu menntunarstofnanir, en ekki trúboðsstöðvar. Það er grundvallaratriðið í þessu, allt hitt eru útfærslur sem hægt er að ræða um. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.10.2010 kl. 10:46

3 Smámynd: Anna Arnardóttir

Þó að Gídeónfélagið, kirkjan og fleiri séu með trúboð sem eitt af sínum megin markmiðum þá koma þeir inn í skólann á forsendum skólans. Þá er ekki boðun í gangi heldur fræðsla. Þeir eru ekki að bjóða börnum 5. bekkjar upp á fyrirbæn og biðja þau um að taka trú hér og nú. Þeir eru að gefa þeim Nýja Testamentið sem þeir vona að geti kennt börnunum og einhvern daginn verið þeim haldreipi í lífinu. Börnin og foreldrar þeirra geta tekið við þessari bók á sínum forsendum, skoðað hana og velt fyrir sér innhaldi hennar á hvaða hátt sem þeim hentar. Þeir sem eru kristnir koma til með að skoða hana sem handbók í sinni trú en þeir sem ekki eru kristnir geta skoðað hana útfrá öðru samhengi. T.d. útfrá menningarsamhengi, sögulegusamhengi eða bara sem skemmtilega frásögn af liðnum tíma og fólki sem trúði skrýtnum hlutum.

Anna Arnardóttir, 18.10.2010 kl. 10:55

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Anna, þú verður að sannfæra Gídeonfélagið um þetta. 

Mér finnst augljóst að dreyfing á trúarritum sé boðun.

Þetta væri svipað og að Sjálfstæðisflokkurinn fengi að dreyfa stefnuskrá sinni í skólum. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.10.2010 kl. 11:05

5 Smámynd: Anna Arnardóttir

Hjalti hvar viltu þá draga mörkin?

Nú snýr stofuglugginn minn út að leikvelli grunnskólans í hverfinu. Ef ég set upp aðventuljós í hann fyrir jólin eða jólaljósaskreytingu með Maríu og Jesúbarninu er ég þá ekki að boða inn á skólavöllinn? 

Anna Arnardóttir, 18.10.2010 kl. 11:09

6 Smámynd: Meinhornið

Hjalti, ég las Kommúnistaávarpið í mannkynssögu í skóla. Er það bara boðun eða gæti það hjálpað manni til að skilja heiminn sem við búum í?

Meinhornið, 18.10.2010 kl. 11:23

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Anna, skólinn getur varla verið ábyrgur fyrir því hvernig fólk í nágrenninu skreytir húsin sín.

Meinhornið, eigum við að taka annað dæmi: Hvað með að dreyfa Rangugmyndin um guð til 10 ára grunnskólanema í skólunum? Svona til að leyfa krökkum að hjálpa þeim að skilja heiminn sem við búum í?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.10.2010 kl. 11:42

8 Smámynd: Óli Jón

Anna: Ég er alveg sammála þér. Auðvitað er ekki hægt að leggja það á kristna foreldra að þeir kaupi Nýja testamentið og afhendi börnum sínum. Ég sé það auðvitað strax að þetta sé þeim ofviða. Þeir þurfa t.d. að kaupa Andrésblöð og það er svo slítandi að engin orka er eftir fyrir Biblíukaupin. Og að uppfræða börnin sín um trú sína, það er bara of tímafrekt þegar svo margt annað er hægt að gera við tímann.

Þess vegna er nauðsynlegt, til þess að kristin trú dafni og þrífist á Íslandi, að trúboð sé stundað af krafti í leik- og grunnskólum. Öðruvísi á kristin trú sér litla möguleika til lífs því hverfandi líkur eru á því að börnin, þegar þau eru komin til vits og ára, muni leita í hana sjálfviljug. Þess vegna verður að byrja þegar þau eru hvað móttækilegust, það er heilladrýgst.

Óli Jón, 18.10.2010 kl. 11:44

9 identicon

Mér finnst óþarfi hjá öllum aðilum - líka þér Anna mín, þó þú hafir "ekki byrjað" - að tengja þetta mannréttindum. Trúfrelsi telst til mannréttinda og við það búum við. Hvar og hvernig megi stunda trúboð og hvað teljist til trúboðs varðar ekki mannréttindi, né er bókagjöf eða skortur á henni mannréttindabrot. Sú staðreynd að svona margir taka þátt í þessari umræðu og setja fram jafn ólíkar skoðanir ber vott um að við búum við fullt tjáningarfrelsi - það eru mannréttindi. Held að allir, sér í lagi mannréttindaráð, mættu bakka aðeins og horfa á stóru myndina, sem er sú að á Íslandi eiga ekki allir til hnífs og skeiðar. Og ...

... æ, úbbs. Þarf að sækja strákinn á leikskólann! Meira síðar!

Agnes (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 12:02

10 identicon

Trúboð í skólum, yfir börnum; Það er mannréttindabrot.

Það er ekki nokkur maður að banna trú, þið getið farið í ykkar trúarsýsl eftir skóla.
Sá sem er ekki samþykkur því er ekkert nema fasisti

doctore (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 12:06

11 identicon

Fræðsla í skólum er sem sé mannréttindabrot??

Agnes (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 12:08

12 Smámynd: Anna Arnardóttir

Óli Jón: 'Eg er alveg fullfær um að kaupa Biblíur og Nýja Testamenti handa börnunum mínum og kenna þeim um kristna trú og það geri ég. Ég get líka haldið að þeim hinum og þessum hefðum sem þekkjast í okkar menningu hér inni á heimilinu. Þetta snýst ekki um það.

Málið snýst um að kenna börnunum þá siði og þær venjur sem tilheyra okkar menningarsamfélagi og eru sprotnar útfrá Kristinni trú. Allur jólaundirbúningurinn er t.d. hákristilegur. Hvenær ætlum við að banna jólasveinaheimsóknir í skóla og leikskóla? Eigum við ekki líka að leggja af jólafríin og páskafríin? Afhverju á þetta að einskorðast við skólana eigum við ekki að banna allt jólahald í fyritækjum og stofnunum. Engin jólaböll framar, engar jólaskreytingar.

Svo ég segi aftur það sem ég sagði í upphaflega pistlinum þá snýst málið ekki um trúboð heldur fræðslu. Ef börnin læra ekkert um kristna trú og áhrif hennar á þjóð okkar og menningu eru þau ekki læs á menningarsamfélagið sem þau búa í. Í íslenskri, evrópskri og amerískri menningarsögu og listarsögu fer mikið fyrir Kristinni trú og sá sem ekki þekkir grundvallaratriði trúarinnar getur ekki skilið söguna til fulls. 

Ef íslenskum börnunum er bannað að læra um rætur sínar og taka þátt í gömlum íslenskum hefðum er það skerðing á mannréttindum þeirra!

Anna Arnardóttir, 18.10.2010 kl. 12:10

13 identicon

Fyndið hvernig þú talar Anna... Kristni er ekki rætur okkar, kristni var þvingað upp á íslendinga....
Ef þú vilt fá rætur, tölum þá um ásatrú.

Fræðsla er í góðu lagi.. sú fræðsla má þó ekki vera í höndum presta; Því þeir kunna bara að predíka...
Almenn fræðsla um uppruna trúarbragða og tilgang þeirra í valdabaráttu mannkyns, það er í góðu lagi, eiginlega algert möst

doctore (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 12:14

14 Smámynd: Anna Arnardóttir

Agnes: er að fíla þína skoðun á þessu. Hlakka til að sjá meira þegar strákurinn er kominn heim ;o)

Anna Arnardóttir, 18.10.2010 kl. 12:15

15 Smámynd: Anna Arnardóttir

Doctore: Auðvitað á líka að kenna um Ásatrúna og þær rætur okkar sem liggja þangað. Það er þó staðreynd að Kristin trú er búin að stjórna miklu hér á landi í yfir þúsund ár og mikið af okkar hefðum og siðferði er komið úr trúnni. Eða ert þú ennþá að hefna vígs föður þíns með því að drepa alla fjölskyldu þess sem felldi hann að Ásatrúarsið?

Það þýðir ekkert að neita þeim afleiðingum sem Kristin trú hefur haft, hvorki slæmum afleiðingum né góðum.

Anna Arnardóttir, 18.10.2010 kl. 12:19

16 identicon

Sko, menn á vesturlöndum fengu ekki nein mannréttindi fyrr en hið kristna klerkaveldi var brotið á bak aftur.
Plís ekki reyna að fegra sögu kristni; Kristni er líklega blóðugustu trúarbrögð allra tíma, það eru blóðpollar í hverju spori hennar.

Múslímar eru í dag á sömu slóðum og kristnir voru fyrir ekki svo löngu... það eru td bara örfá ár síðan að konur gátu orðið prestar hér á landi.

Að auki þá er það á tæru að réttindi kvenna eru í rúst eftir kristni... í elsku biblíu er td verðlisti yfir þræla, þar eru konur á hálfvirði.
Konum sem er nauðgað í borg og geta ekki kallað eftir hjálp, þær á að grýta til dauða;
Ekki hrein mey á brúðkaupsnótt.. fara með þið að húsi föðurs þíns og grýta þig til bana.
Áttu óþekka krakka... grýta þá til dauða...
Endilega að lesa biblíu, margir halda að kóran sé verrri, en staðreynd málsis er að báðar bækur eru ekki mönnum bjóðandi, báðar einar viðbjóðlsegustu bækur allra tíma

Og þið segið að þetta sé arfleifð ykkar og rætur

doctore (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 12:25

17 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Allur jólaundirbúningurinn er t.d. hákristilegur.

Ekki eins og þetta sé mikilvægur punktur, en þetta er einfaldlega rangt, jólatréð er gott dæmi.

Afhverju á þetta að einskorðast við skólana eigum við ekki að banna allt jólahald í fyritækjum og stofnunum.

Anna, það er nú svolítill eðlismunur á opinberum skólum annars vegar og fyrirtækjum hins vegar. Þú hlýtur að sjá það.

Svo ég segi aftur það sem ég sagði í upphaflega pistlinum þá snýst málið ekki um trúboð heldur fræðslu.

En málið snýst að miklu leyti um trúboð! Prestar stunda það t.d. að fara í leikskóla og láta börnin fara með bænir.

Ef börnin læra ekkert um kristna trú og áhrif hennar á þjóð okkar og menningu eru þau ekki læs á menningarsamfélagið sem þau búa í. Í íslenskri, evrópskri og amerískri menningarsögu og listarsögu fer mikið fyrir Kristinni trú og sá sem ekki þekkir grundvallaratriði trúarinnar getur ekki skilið söguna til fulls. 

Það er ekkert verið að tala um að afnema fræðslu um hin ýmsu trúarbrögð (þmt kristni). Svo held ég að meint mikilvægi þessarar þekkingar sé stórlega ofaukið. Það er í raun og veru afar lítið gagn í þessu.

Ef íslenskum börnunum er bannað að læra um rætur sínar og taka þátt í gömlum íslenskum hefðum er það skerðing á mannréttindum þeirra!

1. Það er enginn að banna börnum að læra um rætur sínar.

2. Það er enginn að banna börnum að taka þátt í gömlum íslenskum hefðum.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.10.2010 kl. 12:29

18 identicon

Já það er það besta... Kristnir segjast eigi jólin.. en þetta var hátíð löngu áður en kristni kom til sögunnar; In fact, þá settu kristnir sína hátíð yfir aðrar hátíðir, til að drepa þær niður
Allt við kristni er falskt, lygar... vill einhver gera barni sínu það að segja því að eitthvað vit sé í kristni(Eða öðrum trúarbrögum).
Er eitthvað vit í foreldrum sem láta sama dogma yfir börn sín og þau fengu yfir sig... já, foreldrar barna sem vilja kristna þau, þeir foreldrar eru sjálfir fórnarlömb þessarar lygasögu og heilaþvottar

doctore (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 12:35

19 Smámynd: Anna Arnardóttir

doctore: Höfum það á hreinu að þú ert að vitna í Gyðingdóm en ekki Kristni. Mér þætti líka gaman að fá að vita hvar í Biblíunni þú hefur fundið verðlista yfir þræla, ég hef lesið megnið af þeirri bók en aldrei rekist á slíkan lista.

Mér finnst líka mjög athyglisvert að fólk þurfi alltaf að fara aftur á miðaldir og grafa upp blóðuga sögu kristninnar þegar verið er að ræða um þessi mál. Þetta er vissulega ljótur blettur á sögu okkar kristinna manna en ef við eigum að taka ábyrgð á þeim gjörðum þá hljóta vantrúarmenn að þurfa að taka ábyrgð á öllum þeim ofsóknum sem hafa verið framkvæmdar í krafti trúleysis. Hversu margir kristnir menn hafa ekki verið teknir af lífi fyrir skoðanir sínar allt frá ofsóknum Rómarveldis á fyrstu öld eftir krist? Eða á tímum Kommúnista í Rússlandi og ennþá í Kína?

Mér finnst líka talsverður munur hvort við erum að tala um daginn í dag eða það samfélag sem ríkti fyrir mörgum öldum síðan. Ég myndi ætla að mannkynið hefði þroskast eitthvað aðeins - en það er kannski miskilningur hjá mér.

Það sem siðmennt er að starfa að í dag (og já höfum í huga að varaformaður mannréttindaráðs er líka varaformaður siðmenntar) er hreint og beint ofsóknir gegn Kristinni trú. Ég hef ekki séð þeirra menn standa svona gegn Ásatrúarfélaginu, Búddistum á Íslandi, Múslimum eða neinum öðrum trúarhópum. 

Hjalti: Ég sé ekki eðlismun á ríkisreknum skóla og ríkisreknu fyrirtæki. Þetta byrjar í skólum en heldur svo áfram. Í Bretlandi mega starfsmenn fyrirtækja t.d. ekki koma með skraut eða bolla með Grislíngi úr Bangsímon á þar sem það gæti móðgað múslimska vinnufélaga þeirra. Hvenær ætlum við að ganga svona langt?

Annað þeir prestar sem koma inn í leikskólana og biðja með börnunum bænir gera það aldrei nema með undirrituðu samþykki foreldra barnanna. Ef einhver börn fá ekki undirritað samþykki bíðst þeim að gera eitthvað annað á meðan á stundinni stendur. Og nei það er ekki verið að útiloka þau fáu börn sem ekki fá leyfi, þau fá einstakt tækifæri til að fá sérsniðna dagskrá að þeirra þörfum. 

Anna Arnardóttir, 18.10.2010 kl. 12:52

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Fólk er á villgötum.  Eða ákv. hópur fólks.

Málið er að krakkarnir hafa alveg hryllilega gott af því kynnast trú og sona.   Alveg hryllilega gott. Fara í kirkju etc.  Kynnast þessu.  Bænir what ever.  Þetta er mjög æskilegt uppá þroska barna.  Fá annan vinkil á tilveruna.  Og svo bara tilbreytingin. 

Í þessu efni skiptir þó alltaf máli hvernig að er staðið o.s.frv.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.10.2010 kl. 13:18

21 Smámynd: Óli Jón

Anna: Ég fagna því að þú skulir vera jafn ötul og þú lýsir. Það er hið besta mál. Auðvitað átt þú sem foreldri að vilja gera þetta sjálf í stað þess að láta skólann um þetta. Svo er hitt að í skólanum eiga börnin að læra veraldlega hluti sem eru óumdeildir. Annað sjá foreldrar um. Þetta er ekki flókið.

Óli Jón, 18.10.2010 kl. 13:29

22 Smámynd: Anna Arnardóttir

Óli Jón: Skólakerfið verður að kenna um umdeilda hluti. Við mannkynið höfum svo gaman af að rífast að við deilum um nánast alla hluti. Annars getur skólinn t.d, ekki kennt um þróunarkenninguna því hún er jú ákaflega umdeild á mörgun stöðum í heiminum. 

(ég vil taka það fram að ég er ekki ein af þeim sem tel þróunarkenninguna ranga og vil endilega að hún sé kennd en ég trúi hinsvegar að Guð hafi staðið á bakvið þróunina. Ég tek hana bara sem dæmi um umdeilda hluti sem verður samt að kenna um.)

Anna Arnardóttir, 18.10.2010 kl. 13:37

23 identicon

Þú ert sem sagt EKKI búin að lesa biblíu :)

Telur þú virkilega að þú getir talað um gamla testamenntið og svo það nýja sem eitthað annað en það er.
Hvaðan færðu boðorðin 10.. hvaðan koma öll vandamál með samkynhneigð... kristnir tala alltaf þannig að þeir séu með nýjan díl við Gudda, GT eigi alls ekki við þá... samt vilja þeir helst að GT verði að landslögum.
Já, já ég veit að margir krissar stíga ekki í vitið hvað þetta varðar... að auki þá er ekki neinn nýr samningur samhvæmt meints messíass.. Hann átti jú sjálfur að hafa sagt að GT væri í FULLU GILDI, EKKI MÁ BREYTA EINUM STAF, ALLT KLAPPIÐ Í FULLU GILDI ÞAR TIL YFIR LÍKUR.
HEllelujah



Kaþólska kirkjan bjó þennan Jesú ykkar til... það er það sem á að kenna börnum, og hvers vegna kirkjan gerði þetta.

P.S. Ég ætla að leyfa þér að finna þetta í biblíu.. ég vil nefnilega að fólk lesi bókina.. hver sá sem hana les og hættir ekki að trúa, sú manneskja.. well; Sucks

doctore (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 14:14

24 Smámynd: Óli Jón

Anna: Þarna er kjarni málsins. Þróunarkenningin er studd sönnunargögnum í bak og fyrir, ótal rannsóknum og mælingum. Þannig er hún nokkuð sem ekki er hægt að rífast yfir. Þess vegna á þróunarkenningin erindi í skóla.

Þú trúir því hins vegar að Guð standi á bak við hana. Það er ekki nóg. Á meðan þú getur ekki sannað það, þá á þessi trú þín ekkert erindi í skóla.

Höldum okkur við staðreyndir í skólunum og skiljum trúna eftir heima.

Óli Jón, 18.10.2010 kl. 14:37

25 identicon

Þróunarkenning er ein best sannaða kenning innan vísinda; Nú er svo komið að hver sá sem afneitar henni... getur varla verið sagður neitt annað en fávís og frumstæður.
Að afneita þrónuarkenningu á árinu 2010, er eiginlega það sama og að segja að 2 + 2 = simsalabimm.

Í alvöru, þið getið lesið bloggi manna eins og Mofa AKA sköpunarsinna, í leiðinni megið þið vita það að ekkert er að drepa kristni eins hratt og menn eins og Mofi.. og sköpunarruglið.
Ég fagna öllum sem tala eins og Mofi, hann er besti bandamaður trúleysis sem til er.. allt fólk með lágmarksmenntun sér að maðurinn og málstaður hans er hrein og bein geggjun

doctore (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 15:02

26 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Fullkomlega sammála þér, Anna. Ég bendi líka á að það er augljós skerðing á tjáningarfrelsi og þar með mannréttindum ef banna á skólabörnum að teikna myndir með trúarlegri skírskotun. Vandinn er að hér hefur lítill öfgafullur hópur trúarbragðahatara vaðið uppi allt of lengi og því miður virðast stjórnmálamenn flestir of miklar veimiltítur til að láta æsingamennsku þessa fólks sem vind um eyrun þjóta.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.10.2010 kl. 15:36

27 identicon

Nú er ég auðvitað álíka trúuð og hamstur, en. Ég vil sjá menningu innan skólanna. Ég vil að áhugaleikfélög, íþróttafélög, góðgerðarfélög og já, trúfélög, geti komið þar inn í samstarfi og undir eftirliti kennara og kynnt starfsemi sína. Það er skólanna að tryggja að mismunandi raddir heyrist, að engu sé troðið upp á börnin umfram annað, og það er foreldranna að ræða við börnin um hvaða félagastarf þau vilji/eigi/megi stunda.

Ég man ekki til þess að Gídeonfélagið hafi krafið mig um neina skuldbindingu á sínum tíma - Nýja testamentið var bara kynningarbæklingur um þeirra starfsemi. Það væri allt annar handleggur ef Gídeonsfélagar mættu á leikvöllinn og biðu börnum ipod fyrir hvert sinn sem þau kæmu í kirkju. Sem er reyndar nokkurn vegin það sem mér finnst ferming vera, en það er annað mál : )

Mikið rosalega taka margir þetta alvarlega. Mér finnst þetta bara ekki neitt stórmál...

Agnes (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 15:45

28 identicon

Þorsteinn karlinn.. takið eftir því að Þorsteinn talar um þetta eins og allt verði bannað.. Takið líka eftir því hversu lítið álit Þorsteinn hefur á galdramasternum sínum... takið eftir hversu litla trú Þorsteinn hefur á mátt bænarinnar... takið eftir því að Þorsteinn vill ekki fá Jesú "aftur";
Forsenda þess að Jesú komi "aftur" er einmitt það að allt sé útvaðandi í trúleysi og syndaselum.

Hver sá sem vill fá Jesú "aftur" verður að styðja við trúleysi og synd, og önnur trúarbrög'... já ég veit að biblían er ömurleg, en hún segir þetta :)

doctore (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 15:47

29 Smámynd: Anna Arnardóttir

Þorsteinn: Amen brother!

Agnes: Ég er alveg sammála þér - nema ekki um trúnna og ferminguna en það er allt önnur umræða ;o)

doctore: Persóna Þorsteins er ekki til umræðu hérna en fyrst þú byrjaðir þá getum við líka alveg farið þá leið að segja: Takið eftir að doctore kemur ekki fram undir nafni, takið eftir að hann svarar ekki málefnalega heldur ræðst á trúarskoðanir þeirra sem eru að tala, takið eftir að hann svarar ekki Agnesi sem er trúlaus en á sama máli og ég!
Vertu stilltur!

Anna Arnardóttir, 18.10.2010 kl. 16:07

30 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Málið er að svokallaðir ,,trúleysingjar"  eru óttalegr rugludallar og reyndar á pari við svona bókstfstrúarmenn - sem sýnir sig best á hve þeir nenna að röfla hvor við annann á bloggum þar sem niðurstaðan eða innhald er 0, zeró.  Endalust þras um ekki neitt. 

Það að börn kynnist trú eða trúarbögðum er einfaldlega  hluti af þroskaferli og lífslikni.  Börnin pæla mikið í slíkum hlutum og ótrúlega snemma.  Dauða etc.  Að sjálfsögðu á skólakefið að sinna þessum hluta tilverunnar.  Alveg eins og það sinnir eða ýtir undir myndræna tjáningu með teikningum o.þ.h.  Skóli er ekki bara að kenna einhverjar þurrar staðreyndir um einhverja fokking þróunarkenningu.  Skóli á að vera undirbúningur undir lífið.  Að ætla að taka trú eða trúmál þa útfyrir sviga er ekkert annað en mannvonska! 

That said, þá skiptir samt öllu hvernig fræðsla varðandi þetta atriði fer fram.  Alveg eins og varðandi fræðslu í öllum öðrum flokkum.  Spurningin á ekki að vera hvort heldur hvernig. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.10.2010 kl. 16:35

31 identicon

Þið eruð eitthvað að misskilja mannréttindi, en mannréttindi snúast um það að minnihlutahópar verði ekki fyrir átroðningi meirihlutahópa.

Valsól (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 17:11

32 identicon

Það er í fínu lagi að ráðast að skoðunum fólks... skoðanir eru allaf á veiðitíma.

Ef við ætlum að fara út í að koma fram undir nafni, þá segi ég ykkur sem þess krefjist; Setjið sömu kröfur á þá sem skrifuðu biblíu, biblían er að mestu nafnlaus skrif, vitna í Gróiu á leiti og annað nafnlaust fólk.

Svo bið ég alla að lesa biblíu; Aldrei trúa mér eða öðrum með hvað stendur í  bókinni; Að auki eiga allir að kynna sér uppruna þessara galdrabóka; Varla vill fólk leggja lífið sitt undir eitthvað sem það hefur ekki kynnt sér...

Það er verið að taka út trúboð Ómar... kennsla um trúarbrögð verður til staðar.

DoctorE (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 17:13

33 Smámynd: Anna Arnardóttir

Nei Valsó, þarna hefur þú rangt fyrir þér. Í orðabók er orðið mannréttindi skilgreint á eftirfarandi hátt:


tiltekin grundvallarréttindi hverrar manneskju, óháð þjóðerni, kynþætti, kyni, trú og skoðunum

Það gerist í heiminum að réttindi meirihlutans eru troðin niður af minnihlutanum ef minnihlutinn kemst til valda. Meirihluti þjóðarinnar í Burma er t.d. í þeirri stöðu.

En við erum það heppin á Íslandi að helstu mannréttindi okkar eru varin á allan hátt. Þetta er óttalegt væl í okkur að vera að kvarta yfir svona smámunum þegar heimurinn býr við skort. En við þurfum engu að síður að vera á varðbergi hér á landi þegar verið er að skerða þjónustu við okkur, börnin okkar og fatlaða í okkar landi svo fá dæmi séu nefnd og sér í lagi þegar vegið er að menntun barna okkar.

doctore: Ég hef svolítið gaman af því hvað þú heldur að þú sért fróður um Biblíuna. En þér til fróðleiks þá get ég sagt þér að allflestar bækur Biblíunnar eru með staðfestan höfund. 

Anna Arnardóttir, 18.10.2010 kl. 17:48

34 Smámynd: Kommentarinn

Þorsteinn: Hver er að tala um að banna krökkum að teikna myndir með trúarlegar skírskotanir? Láttu ekki svona, helduru að það verði einhver anti-trúarlögga sem segi börnum hvað þau eiga að gera?

Það er heldur ekki verið að tala um að banna að kenna um trúarbrögð í skólum. Það er verið að tala um að banna boðun trúarbragða í skólum. Að láta börn fara með bænir er ekki að kenna þeim neitt heldur er verið að láta þau taka þátt í trúarathöfn. Ríkisstyrkt trúboð innan ríkisrekins menntakerfis er ekki bara waste of everybodies time and money heldur líka siðlaust. Krissunum virðist vera skítsama um þessa peningasóun og þeim tekst af einhverjum ástæðum ekki að sjá siðleysið í þessu þrátt fyrir að allt "kristilega siðferðið" velli útum eyrun á þeim.

..og Anna: Gamla testamentið er alveg jafn mikið í gildi eftir að nýja testamentið kom til sögunnar. Eða á maður að trúa því að guð hafi bara skipt um skoðun og hætt við. Hvað þá með boðorðin 10? Kristnir vilja samt helst breiða yfir þessi fyrstu árþúsund trúarbragða sinna af augljósum ástæðum ef maður les bókina.

Kommentarinn, 18.10.2010 kl. 18:21

35 identicon

Jæja vina mín, eru flestar bækur biblíu með staðfestan höfund :)
Þetta er alls ekki rétt, það eru tugir óþekktra höfunda í biblíu, þeir koma frá amk 3 heimsálfum...
Það er raunverulega ekki hægt að staðfesta eitt né neitt í biblíu, það er ekki einu sinni til upprunalegt eintak af biblíu.

Bara það eitt að lesa hana, það kemur strax í huga manns að þetta er eins og illa samræmd saga glæpamanna í yfirheyrslu; Sem koma algerlega upp um sjálfa sig með því að segja mismundandi sögum af sama atburði.
Maður er bara VÁ, nú skil ég hvers vegna kaþólska kirkjan  bannaði fólki að lesa bókina;
Hversu stórt guðlast er það að ætla guði sínum það að hafað komið nálægt skrifum þessarar bókar.. ég veit það eitt að ég get ekki guðlastað eins mikið og biblían(kóran og önnur trúarrit gera; Bækurnar eru það slæmar og vitlausar

DoctorE (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 18:41

36 identicon

Lesið íslendingasögurnar og hættið þessu væli. Gideon má bara alveg gefa það út á heimasíðu sinni hvenær þeir vilji gefa börnunum mínum nýja testamentið og ég skal koma og sækja það hvert sem er. Það má jafnvel senda það í póstkröfu og ég skal glöð borga það. ÞEtta snýst ekki um að banna kennslu trúarbragðafræða. Heldur að farið sé með bænir í návist barna þeirra foreldra sem ekki eru kristinnar trúar. Og að segja þeim að sögur Biblíunnar séu sannar. En það sem mér þykir verst er að banna kirkjuheimsókn fyrir jólin. Mér finnst að Hver skóli eigi að geta valið það fyrir sig og gefa sig út fyrir það. Eða það sem betra væri að sú % þjóðarinnar sem ekki er kristinnar trúar stofni sinn skóla og sleppi þessu öllu úr. En það er mín skoðun og ég hef rétt á að hafa hana.

Ásta Kristín Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 19:50

37 identicon

nei kannski ekki stofni sinn skóla. Alls ekki. En eftir að hafa upplifað frábæra skemmtun sem helgileikur og barnakór margra barna getur orðið þá er synd að koma í veg fyrir að það geti gerst. Slíkt tekst ekki nema hægt sé að fara með börnin öll í einu og þess vegna ættu skólarnir að geta gefið sig út fyrir að gera þetta ef þeir vilja. http://www.visir.is/article/20101018/FRETTIR01/143246098 Skólar hafa tekið tillit til og virt skoðanir þeirra sem ekki vilja að börnin sín taki þátt í þessu. Það er hægt að gera það án þess að börnin séu hædd og spottuð fyrir að vera öðruvísi. Það er fagfólk í flestum skólum sem hefur getað tekið vel á slíkum hlutum og gert vel þar sem ég þekki til.

Ásta Kristín Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 20:05

38 Smámynd: Egill Óskarsson

Mannréttindaráð Reykjarvíkurborgar vill fjarlægja allt sem tengist kristinni trú úr leik- og grunnskólum höfuðborgarinnar.

Þetta er einfaldlega ekki rétt hjá þér Anna. Mannréttindaráðið hefur ekkert vald til þess að gera þetta sem þú segir þar sem það kemur ekki nálægt námskrám skóla, hvorki aðal né þeim sem skólar setja sér sjálfir. 

Það mun áfram verða trúarbragðafræðsla í skólum. Það sem er verið að laga er fyrst og fremst það að ríkiskirkjan mun eftir þetta hafa sambærilegan aðgang við önnur trú- og lífsskoðunarfélög. Hennar forréttindi til þess að auglýsa starf sitt og boða trú sína (sem hún gerir) umfram aðra verða nú afnumin. 

Það er engin að fara að banna kennurum að kenna börnunum ykkar um trúarbrögð (þar sem kristnin verður áfram í aðalhlutverki). Það er engin að fara að endurskrifa sögu þjóðarinnar. Börnin ykkar munu áfram dansa í kringum hið heiðna jólatré og fá heimsókn frá hinum stórfurðulegu þjóðsagnapersónum jólasveinunum í leikskólanum og baka piparkökur fyrir jólin. Litlu jólin munu áfram verða haldin í grunnskólum. 

Gídeon mun ekki fá að koma og boða trú í skólum, eins og þeir sjálfir segjast gera. Ekki frekar en önnur trúfélög. Af því að skólar eru menntastofnanir. 

Lesiði tillögurnar og íhugið þær svolítið. Kíkið svo á hvað Oddný Sturludóttir hefur sagt í dag. Dragið andann djúpt. 

Þú mættir svo Anna endilega segja mér hvort þú hafir virkilega verið að taka undir þessi orð Þorsteins, og hvort að þér þyki þetta vera boðlegt innlegg í málefnalega umræðu:

Vandinn er að hér hefur lítill öfgafullur hópur trúarbragðahatara vaðið uppi allt of lengi og því miður virðast stjórnmálamenn flestir of miklar veimiltítur til að láta æsingamennsku þessa fólks sem vind um eyrun þjóta.

Egill Óskarsson, 18.10.2010 kl. 21:26

39 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir sérstaklega góða og rökfasta færslu Anna.

Jón Magnússon, 18.10.2010 kl. 21:43

40 Smámynd: Reputo

Nú eru innan við 45% þjóðarinnar sem skilgeinir sig sem kristna einstaklinga og sennilega ekki nema 10-15% sem eru "sannkristin". Samt eru 78% þjóðarinnar í þjóðkirkjunni. Ástæðan? Jú kirkjunnar menn hafa í gegnum tíðina otað sínum tota allhressilega þar sem færi hefur gefist, t.d. með sjálfkrafa skráningu ungbarna í trúfélag móður, stjórnarskrárvarin forréttindi, umframtökur úr ríkissjóði, frjálsar komur í leik- og grunnskóla, dreifingu trúarrita í grunnskólum o.s.fv. Til viðbótar má nefna að skírnir eru framkvæmdar á ómálga börnum og fermingar rétt áður en börnin geta farið að taka eigin upplýstar ákvarðanir. Auðvitað má skrifa eitthvað af þessu á foreldrana en hér áður fyrr áttu foreldrarnir bara ekkert auðveldara með að taka upplýstar ákvarðanir í þessum málum. Það er ekki fyrr en með tilkomu internetsins (að ég tel) sem fólk getur auðveldlega nálgast aðrar hugmyndir en þeim eru innrættar í barnæsku. Trúboð í leik- og grunnskólum er ekkert annað en hluti af þessari innrætingu sem kirkjan þarf svo nauðsynlega á að halda til að viðhalda peningaflæðinu og valdinu.

Það hefur enginn talað gegn trúarbragðafræðslu sem kennd er af kennara og gerir öllum hugmyndu jafn hátt undir höfði og hlutlaust, nú eða sögukennslu. Kristnir vilja hinsvega flestir sjá kristinfræðslu sem kennd er af presti. Þarna er stór munur á og gróf mismunun gagnvart MEIRIHLUTA þjóðarinnar.

Trúaruppeldi á alfarið að vera í höndum foreldra. Þetta er eina námsfagið sem sundrar börnum innan veggja skólans.

Reputo, 18.10.2010 kl. 22:02

41 Smámynd: Reputo

Þorsteinn #26: Vandinn er að hér hefur lítill öfgafullur hópur trúarbragðahatara vaðið uppi allt of lengi og því miður virðast stjórnmálamenn flestir of miklar veimiltítur til að láta æsingamennsku þessa fólks sem vind um eyrun þjóta.

Fyrrihlutinn er auðvitað vart svaraverður og kemur sennilega frá einstaklingi sem hefur persónulegan ávinning (sennilega fjárhagslegan) af því að viðhalda status quo. 

Hvað seinnihlutanna varðar hef ég nú reyndar alltaf séð þetta þannig að pólitíkusar eru flestir of miklar veimiltítur til að taka á uppvöðulsemi og forréttindum og kirkjunnar, því ekkert er gert og milljarðarnir bara flæða og flæða inn í þessa stofnun.

Reputo, 18.10.2010 kl. 22:29

42 Smámynd: Egill Óskarsson

Kíkið endilega á þessa grein Oddnýar Sturludóttur, hún ætti að skýra málið betur og spara upphrópanir sem eiga ekki rétt á sér: http://oddny.eyjan.is/2010/10/egar-samfo-og-besti-stalu-jolunum.html

Egill Óskarsson, 18.10.2010 kl. 23:36

43 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ég er alveg sammála þér Anna. Góður pistill.

Guðmundur St Ragnarsson, 19.10.2010 kl. 00:02

44 Smámynd: Skeggi Skaftason

Trúfrelsi telst til mannréttinda sem við viljum virða. Um þð hljótum við að vera sammála. Í því felst að engum skal banna að iðka trú sína og engan skal heldur þvinga að iðka trú gegn vilja sínum.

Nú er það einfaldlega staðreynd að prestar koma í grunnskóla og leikskóla og biðja bænir með börnunum. Er þetta ekki trúboð?

Þessar fréttir frá borginni koma alls EKKI eins og þruma úr heiðskýru lofti, heldur byggja á nokkurra ára umræðum hér á landi og í nágrannalöndunum og ályktunum Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindadómstóls Evrópu.

Sérstakt að sjá Hæstaréttarlögmanninn Jón Magnússon tala hér og á sinni síðu eins og hann viti ekkert um þróun og umræðu á sviði mannréttinda. Ég gruna hann um að vita betur, en hann er bara soddan óforbetranlegur popúlisti að hann á auðvelt með að færa sig á lægra plan, niður til "pöpulsins".

Skeggi Skaftason, 19.10.2010 kl. 00:03

45 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Anna,þú ert stórkostleg.

Helga Kristjánsdóttir, 19.10.2010 kl. 00:26

46 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Trúariðkun er ekki sama sem trúboð.

Sumt af þessari umræðu er áminning um það, sem hér kemur fram með skýrum hætti: Trúar- og siðferðisáhrif í skólum – og gildisafstaða stjórnarskrár. Sbr. einnig hér: Undarleg blindni og fjandskapur við trúariðkun háskólanema. –jvj.

Kristin stjórnmálasamtök, 19.10.2010 kl. 02:59

47 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Það sem siðmennt er að starfa að í dag (og já höfum í huga að varaformaður mannréttindaráðs er líka varaformaður siðmenntar) er hreint og beint ofsóknir gegn Kristinni trú. 

Að fá ekki að boða kristna trú í leik- og grunnskólum eru ekki ofsóknir. 

Annað þeir prestar sem koma inn í leikskólana og biðja með börnunum bænir gera það aldrei nema með undirrituðu samþykki foreldra barnanna. Ef einhver börn fá ekki undirritað samþykki bíðst þeim að gera eitthvað annað á meðan á stundinni stendur. Og nei það er ekki verið að útiloka þau fáu börn sem ekki fá leyfi, þau fá einstakt tækifæri til að fá sérsniðna dagskrá að þeirra þörfum. 

Þetta er bara ekki rétt. Svo er það yfirlýst stefna borgarinnar að vera ekki fylgjandi því að aðgreina börn eftir hlutum eins og trú. Skólinn á að vera fyrir alla, ekki bara kristna.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.10.2010 kl. 03:08

48 identicon

Trúarbrögð ná vart að lifa ef boðberar þeirra fá ekki óheft aðgengi að börnum.
Það er allt slæmt við að boða trúarbrögð í barnaskólum, það mun orsaka einelti, það mun gera börnum illt.
En trúuðum er sama, þeim er sama um allt nema sjálfa sig... Þessir sömu krissar sem nú hrópa upp, hvað munu þeir gera þegar íslam verður boðað í skólanum.. já hvað munu þeir gera, munu þeir bara segja ekki neitt, Nosiribob, þeir munu bæla og vola, skæla og öslkra; en það mun ekki skipta neinu máli, því krissarnir voru búnir að koma þvi þannig fyrir að trúboð sé í lagi í skólum; Ef kristni er leyft, þá verður að leyfa allt hitt líka.
Þar mun börnum ykkar vera tjáð hversu frábær Mummi sé, að Mummi sé eins og Sússi, svona spámaður Gudda.

Stúpid humans

DoctorE (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 08:00

49 identicon

Alveg sammála höfundi blogs. Auðvitað er erfitt að rökræða hvernig / hvaða áhrif þetta hefði, því það verður næsta kynslóð að segja til um, þá sér maður í raun "útkomuna" af því að fjarlægja trúboð úr skólum. Reyndar finnst mér varla hægt að kalla þetta trúboð...þarsem kennarar eru nú þegar mjög meðvitaðir um það að ekki allir vilja að barnið sitt heyri neitt um trú.

Mér finnst þetta snúa meira um það að við höfum við eitthvað að styðjast þegar við kennum börnum okkar góð gildi og gott siðferði ef svo má segja. Það eru svo margar sögur í Biblíunni sem styðja við góða hegðun, náungakærleik, heiðarleika og svo mætti lengi telja. Hvort að kirkjunnar menn í gegnum árin hefur tekist að koma þessum boðskap á framfæri með eigin hegðun og líferni -er allt annað mál.

En ég held að við megum ekki missa þetta úr okkar samfélagi. Helst ættu allir borgarbúar að fá að kjósa um þetta.  

Bjartey (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 08:51

50 identicon

Á Íslandi búa íslendingar, hér býr íslensk þjóð; Þetta er ekki kristin þjóð... enginn þjóð getur sagst vera slíkt án þess að traðka á öðrum þjóðfélagshópum

Valkostir eru
1 Á íslandi býr íslensk þjóð, með jafnrétti fyir alla.
2 Á Íslamdi býr kristni þjóð sem syngur þjóðsöng um galdrakarl sem er geðveikur fjöldamorðingi, syngur ekkert um þjóðina... og traðkar á minnihlutahópum í krafti yfirgangs
Kannski skiljanlegt, Guddi er jú einræðisherra

doctore (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 09:15

51 Smámynd: Skeggi Skaftason

"Trúariðkun er ekki sama og trúboð"

Vá. Þannig að þegar prestur kemur í leikskóla og lætur þriggja ára börn biðja bænir og segir þeim sögur af Jesú þá er hann ekki að boða trú??

Bjartey: Er ekki kirkja í þínu hverfi sem þú getur farið með börnin þín í? Viltu þú í alvöru fá að kjósa um hvort börn annarra foreldra eiga að biðja bænir í leikskólum?

Skeggi Skaftason, 19.10.2010 kl. 09:28

52 identicon

Skeggi Skaftason;

Jú það er kirkja í mínu hverfi. Ég fer með mitt barn þangað:)

Ef ég kýs, þá er ég auðvitað bara að kjósa fyrir mig, ..en ekki fyrir aðra foreldra...eins og þú segir... til þess er nú kosning gerð - að hver kjósi fyrir sig. Svo þeir foreldrar sem ekki vilja kristin gildi, þeir kjósa þá fyrir sig. það er bara ekkert að því. :)

Bjartey (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 09:53

53 identicon

En Bjartey, þú segir að fólk eigi að kjósa; Að kosningu lokinni þá munu krissar væntanlega riðjast inn í skóla með sitt rugl.

Þið bara farið með ykkar börn í trúarstúss utan skóla, ef þið getið það ekki, nennið því ekki... well þá skulið þið bara sleppa trúarstússinu algerlega.

Mannréttindi eru ekki kosningamál...

Að auki þarf að setja lög hér sem fyrirbyggja trúarpólitík... Það verði hreinlega bannað að blanda saman trú og stjórnmálum.

Nú er kristilegi flokkurinn hans JVJ með hvað, 15 meðlimi... vill einhver fá JVJ og co í stjórn íslands.. og svo þegar múslímar hafa fjölgað sér nægilega, þá bara setja þeir sharia lög yfir mannskapinn.

Trú er persónulegt dæmi... ef þið getið ekki haft það þannig, þá verður að setja lög á ykkur.

doctore (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 10:36

54 Smámynd: Einar Karl

Sæl öll, leyfi mér að benda á pistil minn: Á meirihlutinn alltaf að ráða?

Einar Karl, 19.10.2010 kl. 11:07

55 identicon

Mér finnst nú ekki rétt að lífskoðunarfélög, trúfélög, stjórnmálaflokkar eða fyrirtæki séu að dreifa kynningaefni sínu eða vera með kynningastarf innan veggja grunnskóla og leikskóla.

Bjöggi (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 13:12

56 identicon

Ok, ég skal segja ykkur hvers vegna sumir eru ekki sáttir við mannréttindi

Þið fullorðnu krissar voruð teknir þegar þið voruð börn, þið voruð forrituð af dogma ríkiskirkju; Ykkur var sagt að amma og afi væru hjá Sússa á himnum, að látnir vinir væru í fíling með Sússa... 
Allt þetta dogma gengur út á eitt atriði: Að gera kirkjuna og prestana að fjölskyldumeðlimum.. hver sá sem gagnrýnir kristni/kirkju verður þá eins og óvinur fjölskyldunnar, hann er að gera árás á ömmu, eða mömmu.. sem er dáin...
Þetta er plottið, nú vitið þið það, þá er hægt að fara í átt að lækningu, af-dáleiða sig.

Allt sem prestarnir sögðu ykkur um Jesú er lygi, allt sem er sagt um guð er lygi... Guddi er tilbúinn alpha-male, sem er ekki hægt að gagnrýna..

doctore (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 14:39

57 identicon

Vá "doctore" þú ert alger viskubrunnur og ég kikkna í hnjánnum af að hlusta á þínar djúpu opinberanir....

Hvað ef að "krissarnir" eins og þú kallar kristna, vilja bara trúa að Jesús sé til og Guð, hvort sem hann svo sé það eða ekki. Það er eitthvað sem enginn getur sannað, enda er þetta líka kallað trú. Þú kemst þá annaðhvort aldrei að því hvort Guð sé til eða þá að þú kemst allhressilega að því þegar þú deyrð ...

Hvað ef það veitir okkur mannfólkinu og ég tala nú ekki um -börnum, huggun og góða líðan að geta beðið bænir þegar okkur líður illa, er það svo slæmt? þú ert nú ekki alfróður þó þú efist um tilvist Guðs....ég held að allflestir hafi nú einhvern tíma gert það.

AFhverju megum við ekki bara njóta vafans um það hvort Guð sé að heyra bænir okkar eða ekki? Svo finnst mér einstaklega bleyðulegt af þér að koma ekki fram undir eigin nafni.

Adeline (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 16:22

58 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Undanfarið hefur átt sér stað mikil og þörf umræða um kröfur Siðmenntar, (mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar) um að ekki eigi sér stað nein trúarleg iðkun í skólum. Ég er ekki viss um að almenningur geri sér grein fyrir því hve Ásatrúin og kristindómurinn eiga sér sterkar rætur í menningararfleið þjóðarinnar.

Sagan okkar sem að við íslendingar erum svo stolt af og hefur skapað íslendingum sérstöðu meðal þjóða heims er samfléttuð átrúnaði á æðri mátt, og ég segi að fyrir mitt leyti vil ég ekki hafa það öðruvísi. Ég hef einsog margir aðrir foreldrar lagt ríka áherslu á það við uppeldi barnanna minna að þau geri sér grein fyrir því láni að vera íslensk, og hef innrætt þeim virðingu fyrir sögu, menningu og bókmenntum þjóðarinnar.

Núna er ljóst að Siðmennt (mannréttindaráð Reykjavíkurborgar) setur það fyrir sig það að sálmar séu sungnir í skólum fyrir jól og krefjast banns á flutningi helgileiksins um fæðingu Jesú í skólum. (minnir mann á Kínverska kommúnismann) Ef við lítum á þennan meinta sálmasöng sem yrði bannaður í skólum er þar að finna ; Í Betlehem er barn oss fætt, Heims um ból helg eru jól, og Bjart er yfir Betlehem.

Í Skólaljóðunum gömlu, góðu er að finna einstakar perlur, sem a.m.k. við fyrstu sýn uppfylla ekki skilyrðin um guðleysi í skólum,  Þjóðsöngurinn hlýtur að þurfa að víkja "Ó Guð vors lands...."

Lag Magnúsar Þórs Sigmundssonar, Ísland er land þitt,  sem stundum hefur verið nefnt þjóðsöngur númer tvö gengur ekki heldur "Ísland sé falið þér eilífi faðir, Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf"

Hver á sér fegra föðurland eftir Huldu. Þar segir "...geym Drottinn, okkar dýra land er duna jarðarstríð "

Erla góða Erla, Stefáns frá Hvítadal á vart upp á pallborðið "Dýrðlega þig dreymi og Drottinn blessi þig"

Góða tungl eftir Steingrím Thorsteinsson er heldur ekki guðlaust "Og sem vinhýr vörður manna, Vitna þú um drottins ást"

Ísland ögrum skorið "fyrir skikkan skaparans; vertu blessað, blessi þig, blessað nafnið hans"

Þetta er ekki tæmandi upptalning, síður en svo. Þessi menningararfur er ómetanlegur, eins og kristnu fræðin.

Hvað gæti þá komið í staðinn fyrir þessi ljóð?

 Súrmjólk í hádeginu og seríos á kvöldin? eða Diggi liggi læ læ, diggi liggi ló?

Guðrún Sæmundsdóttir, 19.10.2010 kl. 16:33

59 Smámynd: Dagný Guðmundsdóttir

DoctorE, ég verð bara að segja að ég vorkenni þér. Þvílíkur sársauki og biturleiki sem skín í gegnum skrif þín...

Það hlýtur að vera ömurlegt að fara í gegnum lífið bitur út í trú og Guð sérstaklega þar sem þú trúir ekki einu sinni á Guð. 

Mundu bara að biturleiki bitnar aldrei á neinum nema sjálfum þér. En Guð elskar þig samt þó þú viljir ekkert með hann hafa. :)

Dagný Guðmundsdóttir, 19.10.2010 kl. 21:22

60 Smámynd: Anna Arnardóttir

Egill: Takk fyrir þitt innlegg. Ég vildi ekki svara þér fyrr en ég væri búin að gefa mér tíma í að lesa grein Oddnýjar sem þú vitnar í. Nú er ég loksins búin að því en mér finnst ég ekki hafa séð neitt nýtt þar. Ég skil alveg forsendurnar á bakvið þessar tillögur en ég er ósammála því að þetta sé það besta fyrir börnin.

Mér finnst t.d. fáránlegt að halda að með því að útrýma tækifærum þar sem nokkrir geta ekki tekið þátt skapist umburðarlyndi. Umburðarlyndið verður mest þegar börnin læra það á eigin skinni að þau eru ekki öll eins. Yngri dóttir mín er t.d. með blindum dreng í bekk og hún er að læra heilmikið af því og hennar umburðarlyndi gagnvart fötluðum og fólki með sérþarfir er talsvert meira en hjá bekkjarfélögum eldri systur hennar sem læra bara um þessi mál úr bókum og í gegn um klípusögur í lífsleikni.

Þar fyrir utan eru alltaf einhverjir sem ekki mega taka þátt. Hlín Einars talar hér http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Hlin_Einars/mannskemmandi-trubod fagnandi um þessa tillögu og segist hafa liðið vítiskvalir vegna trúboðs í skólum. Allt sem hún talar um hinsvegar er eitthvað sem ekki á að taka út. Börn úr því samfélagi sem hún var áður í (sem ég leyfi mér að giska á að séu Vottar Jehóva) munu eftir sem áður ekki geta dansað í kringum jólatréð, föndrað jólaskraut, deilt sögum af jólagjöfum eða haldið upp á afmælin sín. Verðum við ekki að taka þetta allt út til að þetta komi ekki illa við þau?
Fötluðu börnin í skólanum geta mörg hver ekki farið í skíðaferðir eigum við að leggja þær niður?

Þar fyrir utan finnst mér mjög einkennilegt að leyfa jólaskraut og jólaböll en það má ekki sýna helgileikinn og tala um ástæðu þess að við höldum upp á jólin. 

Mér finnst líka einkennilegt að í umræðuna blandist fermingarfræðslan því hún fer alfarið fram utan skólatíma fyrir utan þessa einu ferð sem flest fermingarbörn fara í og tekur tvo sólarhinga. Til að fá að senda börnin sín í þessa ferð þurfa foreldrar að hringja í skólann og fá frí fyrir þau þessa daga sem ferðin stendur yfir. Ég hef fullan rétt til að hringja í skólann og óska eftir tveggja daga leyfi til að fara með barnið mitt í sumarbústað, til útlanda, senda hana í tónlistarskólanámskeið, fermingarfræðslunámskeið eða hvað annað sem ég tel hana hafa gagn og/eða gaman af. Skólanum kemur það hreint ekkert við.

Ég á vin sem fór ekki í fermingarfræðslu og sat einn í skólanum þegar allir voru í fermingarfræðsluferðalaginu. Hann segist ekkert hafa liðið fyrir það. Hann leið aftur á móti meira fyrir að vera ekki í rétta íþróttafélaginu. Þurfum við ekki að passa upp á að allir séu í sama íþróttafélaginu eða banna íþróttafélögunum aðgang að skólabörnum á skólatíma? 

Fyrir löngu síðan settu kirkjurnar sér þær leikreglur að í skólunum er starfað á grundvelli skólans. Þar eru ekki beðnar bænir eða boðuð trú nema með undirrituðu leyfi foreldra allra þeirra barna sem viðstödd eru. Ef slíkt leyfi er ekki fyrir hendi er einungis spjallað um siðferði og náungakærleik. Ef skólinn kemur í heimsókn í kirkjuna snýr þetta hinsvegar á annan hátt og því sjálfsagt að hafa það val foreldra og barna um hvort þau vilji taka þátt í messunni. 

Guðrún: Þeir í nefndinni segja reyndar að þeir ætli frekar að efla túarbragðafræðslu en að minnka hana en vilja bara ekki að prestarnir komi nálægt henni. Þeir segja að ljóð og sálmar verði áfram kenndir sem partur af íslensku og bókmenntakennslu. Engu að síður finnst mér hætta á að við missum niður dýrmætan menningararf ef hræðsla við að kenna um kristna trú magnast meira en nú þegar er orðið.

 Fólk virðist ekki geta greint á milli trúboðs og trúfræðslu. Í trúboði er verið að hvetja fólk til að taka trú og leggja traust sitt á ákveðna Guðsmynd eða trúarhugmynd (fer allt eftir því hvaða trú er verið að boða), fólki kennt trúariðkun líkt og bænir, hugleiðsla eða hvað annað. Í trúarfræðslu er verið að kenna um hvernig ákveðin trú virkar og hvað það er sem fylgismenn hennar trúa og hvaða þýðingu það hefur fyrir líf þeirra. 

Anna Arnardóttir, 19.10.2010 kl. 21:40

61 Smámynd: Anna Arnardóttir

Bjöggi: Ég ætla að leyfa mér að birta hér sem svar við þínu innleggi hluta af svari Herra Karls Sigurbjörnssonar biskups sem hann sendi til allra æskulýðsleiðtoga innan kirkjunnar í dag:

 Minnt skal á að skólinn byggir á kristnum gildum og ber meðal annars að fræða um kristna trú. Um áratuga skeið hefur Gídeon félagið gefið skólabörnum Nýjatestamentið, meðal annars til að styðja við þennan þátt skólastarfsins. Við mótmælum því að grundvallarrit trúar og menningar sé flokkað með auglýsingabæklingum. 

 
Stefna Reykjavíkur í menntamálum frá 2008 tekur sérstaklega fram að "skóladagurinn er samfelldur og býður upp á fjölbreytt tómstundaframboð í samstarfi við íþróttafélög, listaskóla,félagasamtök og ÍTR." Þjóðkirkjusöfnuðirnir rúmast sannarlega innan þessa enda er slíkt samstarf hverfisskólans og sóknarkirkjunnar víða afar gott og báðum til heilla, og umfram allt börnunum. Kirkja og skóli hafa hagsmuni þeirra umfram allt að leiðarljósi.  

Anna Arnardóttir, 19.10.2010 kl. 21:47

62 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þar eru ekki beðnar bænir eða boðuð trú nema með undirrituðu leyfi foreldra allra þeirra barna sem viðstödd eru. 

Og þetta felur í sér aðgreiningu á börnum á grundvelli trúar, sem er þvert á núverandi stefnu Reykjavíkurborgar.   

 Fólk virðist ekki geta greint á milli trúboðs og trúfræðslu. Í trúboði er verið að hvetja fólk til að taka trú og leggja traust sitt á ákveðna Guðsmynd eða trúarhugmynd (fer allt eftir því hvaða trú er verið að boða), fólki kennt trúariðkun líkt og bænir, hugleiðsla eða hvað annað. Í trúarfræðslu er verið að kenna um hvernig ákveðin trú virkar og hvað það er sem fylgismenn hennar trúa og hvaða þýðingu það hefur fyrir líf þeirra. 

Arna, óh, bara ef allir gerðu þennan greinarmun. Það er nú þannig að ríkiskirkjufólk notar aldrei orðið trúboð, nema þá að við séum að tala um Afríku. Ef þú skoðar t.d. umfjöllun ríkiskirkjunnar um barnastarf sitt, þá er alltaf talað um "fræðslu" þó svo að það sé verið að "hvetja fólk til að taka trú og leggja traust sitt á ákveðna Guðsmynd eða trúarhugmynd" og "fólki kennt trúariðkun líkt og bænir, hugleiðsla eða hvað annað."

Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.10.2010 kl. 22:42

63 Smámynd: Anna Arnardóttir

Hjalti við neitum þvi enganveginn að vera með trúboð í kirkjum landsins. Það er fásinna. Við erum bæði með trúboð og fræðslu þar. Við erum með fullt af trúboði innan þjóðkirkjunnar bæði hér heima og erlendis - bara ekki í skólum!

Varðandi að það aðgreini börnin á grundvelli trúar þá er ég búin að svara þessu margoft hér að ofan og sú skoðun mín að þannig læri börnin best umburðarlyndi er ekkert að fara að breytast sama hversu oft þú spyrð út í þetta.

Anna Arnardóttir, 19.10.2010 kl. 23:51

64 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti við neitum þvi enganveginn að vera með trúboð í kirkjum landsins. 

Jú, helling af ríkiskirkjufólki gerir það. Rökin eru þau að þar sem að börnin eru skírð, þá séu þau þegar kristin. Hérna er glænýtt dæmi um þetta.

... - bara ekki í skólum!

Hmm... prestar fara í skóla og kenna börnum að tala við guð og syngja hluti eins og "Jesús er besti vinur barnanna".  

.... að þannig læri börnin best umburðarlyndi er ekkert að fara að breytast sama hversu oft þú spyrð út í þetta.

Allt í lagi. Reykjavíkurborg er sem betur fer á móti því að aðgreina börn eftir trúar- eða stjórnmálaskoðunum, kynþættum og fleira, því og svona er stefnan einmitt núna. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.10.2010 kl. 00:07

65 Smámynd: Anna Arnardóttir

Ef ekkert barn má finna sig utangátta vegna trúar sinnar verðum við að fara talsvert lengra en þetta. Við verðum þá að miða við Votta Jehóva t.d. sem koma ennþá til með að líða fyrir sínar trúarskoðanir þó að samskipti við kirkjuna verði tekin út. Við þurfum að taka út allan jólaundirbúning, páskaundirbúning, afmælisdaga og hverskyns tillidaga. Nú svo eru eflaust einhver múslimabörn sem þurfa að fasta í Ramadan mánuðinum svo þá megum við líklegast ekki gefa neinum börnum að borða til að þau verði ekki útundan. Hugsanlega nota einhverjar af múslimsku stelpunum slæður til að hylja hár sitt, verðum við ekki að gera það við allar okkar stelpur til að þær verði ekki útundan? Einhverjir hinduar gætu verið á svæðinu sem ekki mega borða nautakjöt svo það borgar sig að taka það af matseðlinum þá mánuði sem matur er borinn fram og svo eru nátturlega líka grænmetisætur á staðnum sem ekki mega borða kjöt yfir höfuð. Við ættum þá að taka allt kjöt, fisk og mjólkurafurðir út líka til að þeim líði ekki utangátta í skólanum.

Anna Arnardóttir, 20.10.2010 kl. 08:00

66 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég hef efasemdir um réttmæti þess að kenna fótbolta í leikfimi í skólum.
Aldrei var það borið undir mig sem foreldri hvort að ég væri samþykk því að börnin mín lærðu fótbolta í skóla.
Ef við lítum á fótboltaiðkun að þá er töluvert um það að börn meiði sig í þessari óhollu "íþrótt" svo er það ekkert eðlilegt hversu mikill "átrúnaður" á sér stað í fótbolta.

Börn eru jafnvel látin klæðast búningum Liverpool eða Manchester United frá frumbernsku og alin upp í því að eitt lið sé betra en annað.

Og hvaða áhrif hefur það á ómótaðar barnsálir að vera í skóla í vesturbænum þar sem þekkt er áreitni svokallaðra KR-inga? Hugsið ykkur barn sem bjó fyrstu skólaárin sín í árbænum sem er Fylkishverfi, og flytur í síðan í vesturbæ Reykjavíkur. Þetta barn gæti þurft að klæðast leikfimifatnaði merkt Fylki í KR-ingaskóla. barnið upplifir sig "öðruvísi" og eina ráðið til að sporna gegn þessari öðruvísi upplifun barnsisns er að banna með öllu merktan íþróttafatnað í skólum! Og svo verðum við að banna auglýsingar á fótboltaæfingum í skólum!

Guðrún Sæmundsdóttir, 20.10.2010 kl. 11:02

67 Smámynd: Valur Arnarson

Flott grein hjá þér Anna og gaman að sjá hvað þú ert rökföst í þessu máli.

Rök trúleysingja eru að vanda eins og gamalt sinnep sem er búið að liggja á haugunum lengi.

Dr.e stígur hæðst meðal þeirra með barnalegar tilvitnanir úr lögbókum gyðinga sem eiga nákvæmlega ekkert erindi til kristinna og hvað þá kristinna gilda samfélagsins.

Valur Arnarson, 20.10.2010 kl. 11:31

68 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Anna, ég tek það alveg alvarlega að taka tillit til votta Jehóva. Það er vissulega á gráu svæði.

En það að vera að dreyfa trúaráróðri (t.d. Gídeonfélagið), láta börnin syngja "Jesú er besti vinur barnanna" og fleira í þeim dúr er langt frá gráa svæðinu.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.10.2010 kl. 11:39

69 Smámynd: Ellý

Þegar að ég var lítil leið mér alltaf hálf einkennilega þegar verið var að tala um kristna trú eins og hún væri heilagur sannleikur. Ég var alin upp í kristni en fannst allar þessar biblíu sögur vera á sama meiði og grískar goðsagnir og ásatrúar sögur. En svo komu svona smeðjulegir prestar og sögðu mér "sannar sögur" sem mér fannst margar hverjar ósanngjarnar og þótti mjög óþægilegt að sitja undir þeim en varð að hlusta því þetta var jú virðulegt fullorðið fólk. Mér finnst það bara frábært að það sé ekki verið að þvinga þessu inn á börn í dag og löngu kominn tími til.


Ef foreldrar vilja á annað borð ljúga að börnunum sínum geta þau bara farið með þau í sunnudagsskóla.

Ellý, 20.10.2010 kl. 16:40

70 identicon

Mér leið alltaf mjög illa þegar talað var um jólasveininn eins og einhvern heilagann sannleika. Systir mín sagði einu sinni í bekk að jólasveinninn væri ekki til... kennarinn trompaðist og sagði að hún væri að skrökva og hún ætti nú að biðja bekkinn afsökunar á því að ljúga svona.

Hvað ætla kennarar og leikskólakennar að segja að gerst hafi um páska og jól eða afhv.við höldum uppá þessar hátíðir- ef það má ekki minnast á Jesú?  á að fara að tala og syngja enn meira um jólasveininn?

Mér finnst þetta grátbrosleg tillaga mannréttindaráðs og ég vil án gríns- að við hreinlega mótmælum þessu rugli áður en þetta verður orðið að reglugerð.

Ef þeir vilja kristni úr skólakerfinu - væri kannski gott að byrja á að aðskilja fyrst ríki og kirkju þá myndi þessi tillaga meika meiri sens.

Adeline (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 22:59

71 Smámynd: Ellý

Hvernig væri að segja bara börnunum sannleikann um þessar hátíðir?

Jól eru upprunalega ljósahátíð til að fagna því að daginn tekur að lengja og þykir það nú mikið gleðiefni hér í svartnættinu. Páskar eru uppskeru hátíð er líður að vori. 

Það má alveg hafa gaman af hlutunum þótt að þeir séu bara til í sögum. Mér þótti jólasveinninn ekkert minna 'scary' þótt ég vissi að hann væri bara plat.

Ellý, 21.10.2010 kl. 00:23

72 Smámynd: Hilmar Einarsson

Anna, þakka þer fyrir afskaplega góðar umræður.

Ég sé að hugleysinginn Dr xxxxx og sálufélagi hans Repxxxx ásamt nokkrum trúbræðrum þeirra (t.d. Hjalti Rúnar) eru aldeilis í essinu sínu.

Mig langar til að skjóta hérna inn sbá ritsmíð sem ég skrifaði á bloggið mitt fyrr í kvöld.

 "Glæsilegur PR árangur sértrúarhópanna Vantrúar og Siðmenntar"

Það var árið 1000 sem meðvituð ákvörðun var tekin um að á Íslandi skyldi verða kristinn siður. Alla tíð síðan hefur sá siður verið viðurkennd sameiginleg arfleifð íslenskrar þjóðar. Hin kristnu gildi hafa þannig fylgt okkur íslensku fólki mann fram af manni. Alla tíð hefur það verið látið óátalið að „blóta á laun“ svo almennt trúfrelsi er ekki nýtt mannréttinda fyrirbæri fyrir íslenskri þjóð. Hér er ekki verið að tala um hvort einstaklingar séu persónulega kristnir. Nei! Við erum að tala um grundvallar lífsviðhorf þjóðfélags, hvaða persónulega trú eða eftir atvikum svonefnt trúleysi sem við svosem aðhyllumst. Meðal íslenskrar þjóðar ríkir nefnilega trúfrelsi og hefur það svo verið um langan aldur, þótt íslenska þjóðin sem slík tilheyri hinum kristna hluta veraldarinnar. Það er nefnilega vandfundinn  sá þjóðfélagsafkimi sem ekki á með sér slík afmörkuð grundvallarviðmið fyrir gildi sín. Kristni, Gyðingdómur, vúdú eða Islam, gildir einu.  

Með þeirri stefnu sem svokallað mannréttindaráð, (mannréttindi snúast ekki bara um mannréttindi minnihluta, þau snúast merkilegt nokk líka um mannréttindi meirihluta), hefur ákveðið að fylgja með þeim formerkjum að trúboð eigi ekki heima í skólum landsins er beinlínis verið að ganga erinda fámennra öfgasinnaðra sértrúarsamtaka eins og Vantrúar og Siðmenntar. Varaformaður þess síðarnefnda er reyndar orðinn innanbúðarmaður í þessu borgarapparati og þar með í lykilaðstöðu til að boða fagnaðarerindi samtaka sinna sem helst hafa afrekað það að dikta upp allskonar innihaldslitlar gerfiathafnir sem fengnar eru að láni frá kirkju og kristni eða öðrum hliðstæðum aðilum. Það er reyndar búið að finna upp nýyrði fyrir þessi samtök "lífsskoðunarfélög" og skal þeim "lífsskoðunum" þröngvað upp á íslenska þjóð með g eða i. 

Það ber vott um einstaklega mikinn tvískinnung að ætla sér að þykjast kasta fyrir róða öllu sem þetta fólk heldur að hafi hættulega skírskotun til kristinnar trúar. Á sama tíma er reynt að friðþægja fólk með því að telja því trú um að ekki standi til að fjarlægja húllumhæið sem tengist helstu hátíðum kirkjuársins. Er kristin skírskotun þessara hátíða þá ekkert hættuleg? Bara sumt.

Það væri svo sem rökrétt að viðkomandi siðmenntar varaformaður setti einvern málsmetandi félaga sinn í það að dikta fram „borgaraleg“ litlu jól með „borgaralegt“ jólabarn (ég sting uppá „borgaralegum unglingi“ í staðin) og „Borgaralegar“ páska súkkulaðifígúrur. Svo maður tali nú ekki um að koma með eitthvað mótvægi við heilagan Nikulás, Hinn „borgaralegi“ kókakóla jólasveinn hefur of mikla skírskotun til þess heilaga. Menn geta þó huggað sig við að jólasveinar eru orðnir miklu meira áberandi í jólahaldi heldur en líkneski af blessuðu „jólabarninu“. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig „borgaralegu“ árstíða hátíðirnar verða. Reyndar er það æsispennandi að fylgjast með öllu „borgaralega“ dótinu sem á að leysa af hólmi allt það hættulega sem hingað til hefur eitrað hug fólks og þá hættulegu lífsfyllingu sem fólk hefur hallað sér að jafnt á tyllidögum og þegar eitthvað hefur bjátað á í lífinu. Það er náttúrulega stór hættulegt að kenna börnum það að til sé einhver kjölfesta sem hægt er að leita sér hugarróar í er eitthvað á bjátar í lífinu.

Aðkoma fagmanna á sviði sálusorgunar þegar voða ber að höndum, eða gjöf, þeirra almennu borgara sem mynda hið þverkirkjulega félag Gídeon, sem um sex áratuga skeið hefur verið færð skólabörnum, eru hvorutveggja nú talin stórhættuleg sálarheill vaxandi kynslóða.

Aðgerðir þessa svonefnda mannréttindaráðs er atlaga að þeim dýrmætu gildum sem þjóð okkar hefur haft í heiðri í rúm 1000 ár og svívirðing á lífsgildum og andlegri kjölfestu mikills meirihluta íslenskrar þjóðar.

Hilmar Einarsson, 21.10.2010 kl. 03:01

73 identicon

Góð grein hjá þér Hilmar.

Adeline (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 08:47

74 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Man annars einhver eftir því að það hefði einhvers staðar staðið í kosningabæklingi Samfylkingarinnar (Besti flokkurinn auglýsti náttúrulega bara bull og eru greinilega í bullinu áfram) að leggja ætti niður helgi jólanna? Mig minnir ekki og með þessari ákvörðun "mannréttindaráðs" er auðvitað verið að traðka á lýðræðinu að þessu leyti.

Guðmundur St Ragnarsson, 21.10.2010 kl. 11:30

75 Smámynd: Berglind Berghreinsdóttir

Sammála Anna .

Því má skerða réttindi "kristinna" barna af því hin eiga ekki að fá þessi skilaboð sem þó eru mannbætandi í alla staði... ???

Það er verið að taka réttindi af einum hópi barna af því að hin eiga ekki að fá 

að njóta. 

Það er ekki verið að kenna neitt skaðlegt eða siðlaust. 

kv.Berglind 

Berglind Berghreinsdóttir, 21.10.2010 kl. 15:23

76 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Það er ekki verið að taka réttindi af neinum, Berglind. Fólk má alveg biðja sínar bænir, syngja sálma, og föndra jesúmyndir út í eitt ef það vill - bara ekki í skólanum! Það mætti halda að tillagan snérist um að taka alla kristna af lífi miðað við viðbrögðin. Slappið aðeins af.

 Og Hilmar: "Borgaralegar páska súkkulaðifígúrur" eru nú þegar til, yfirleitt í laginu eins og egg, en þó stundum eins og hérar. Eða er auka vers í Biblíunni þinni; "Og Jesús mælti: "Etið af þessu súkkulaðieggi, það er líkami minn. Og lesið málsháttinn, hann er sniðugur. Hey, Júdas, af hverju fékkst þú svona stórt egg!?"

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 21.10.2010 kl. 16:13

77 Smámynd: Anna Arnardóttir

Tinna: Snilldar viðbót við Biblíuna - ég hló!

En eggið er reyndar kristileg hönnun. Málið er að unginn er uppi á egginu vegna þess að hann er upprisinn. Eggið er lífið á jörðinni og að brjótast út úr því er upprisan. Það eru til margar kristnar líkingasögur sem snúast um tvíburaungana í egginu sem rífast um hvort til sé einhver mamma fyrir utan eggið. Annar segir nei og hinn segir já. Svo fer sá sem vill finna mömmu að gogga í skurnina en hinn panikkar. Þegar skurnin svo opnast kemur ungamamma og allir eru kátir. 

Frá þessum sögum og öðrum þeim líkum kemur páskaeggið. - Páskahérinn veit ég samt ekkert hvaðan kom og afhverju héri verpir eggjum hefur mér alltaf fundist skrýtið.

En það hefur samt farið í taugarnar á mér undanfarin ár að Nói skuli setja púka upp á eggið í stað unga - finnst það bara algerlega rangt og of mikil mótsögn. 

Anna Arnardóttir, 21.10.2010 kl. 16:32

78 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Fræðslustefna Þjóðkirkjunnar er mótuð af því sem þegar er viðtekið í íslensku þjóðfélagi. - Hún endurspeglar m.a. yfirburðastöðu og sérréttindi kristni umfram aðrar lífsskoðanir í skólum landsins og hvernig sú staða er nýtt.

Fræðslustefna Þjóðkirkjunnar

Markmið: 

  • Koma skal til móts við kennara í kristnum fræðum svo þeir geti betur sinnt því starfi sem skólinn hefur falið þeim, að miðla þekkingu á kristnum trúar- og menningararfi.
  • Styðja þarf kennara við að temja börnum og ungmennum umburðarlyndi gagnvart þeim sem hafa önnur lífsviðhorf. Koma að umræðu um mótun menntastefnu þjóðarinnar með skýrum hætti. 

Verkefni:

  • Sóknir og stofnanir Þjóðkirkjunnar eigi samstarf við leikskóla/skóla um heimsóknir og fræðslu, sálgæslu, áfallahjálp og kærleiksþjónustu.
  • Þjónusta í kringum hátíðir kirkjuársins
  • Fræðsla og námskeið fyrir kennara í kristinfræði
  • Gerð ítarefnis um kristinfræði og trúarbragðafræði, t.d. um kirkjulegar athafnir
  • Fræðsla og fyrirlestrar hjá foreldrafélögum, m.a. um áföll og gildismat
  • Sjálfstyrking fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla
  • Lífsleikni fyrir framhaldsskóla þar sem áhersla er á tilvistarspurningar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.10.2010 kl. 18:14

79 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ég sé ekki annað en að hér sé kjörið tækifæri til að láta borgarbúa ráða og efna til atkvæðagreiðslu um hvað við viljum þetta eru jú börnin okkar og borgin okkar. Spurningin er hvort að trúboðarnir þora það er trúboðarnir sem boða lyðræði en þegar tekin er af skánin þá er það bara lyðræði þegar það hentar. Hvernig væri undirskriftarsöfnun þar sem skorað er á Gnarrinn að halda atkvæðagreiðslu um málið

Jón Aðalsteinn Jónsson, 21.10.2010 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Arnardóttir
Anna Arnardóttir
Ég er nú ekki pólitísk en...

Bloggvinir

Eldri færslur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband